RSÍ hafnar undanþágubeiðni RÚV | Stefnir í engar beinar útsendingar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 15:23 Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins einu stigi á eftir Tékkum. Því er um toppslag í riðlinum að ræða. Vísir/Daníel Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira