KA er enn taplaust í 1. deild karla eftir leik liðsins í dag gegn Gróttu á útivelli. Lokatölur urðu 1-0 fyrir KA en leikið var á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi.
Ævar Ingi Jóhannesson skoraði sigurmark KA í leiknum en þetta var fjórða mark hans á leiktíðinni í jafnmörgum leikjum.
KA er því með 10 stig, tveimur stigum á eftir Þrótti sem situr á toppi deildarinnar eftir sigur á Ólafsvíkur Víkingum í gær. Grótta er hins vegar í neðsta sæti deildarinnar og hefur enn ekki skorað mark í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins.
KA-menn enn taplausir eftir sigur á Gróttu

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn