TF-SIF liðsinnti við björgun 5000 flóttamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2015 18:24 Flóttamenn sem bjargað var fyrr í mánuðinum. VÍSIR/AP Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu. Flóttamenn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund flóttamönnum á leið sinni til Evrópu var bjargað á Miðjarðarhafi á dögunum. Björgunin, sem féll undir hina svokölluðu Triton-áætlun, var framkvæmd af fjölþjóðlegu liði evrópskra björgunarmanna, þeirra á meðal Íslendinga. Flóttamönnunum sem bjargað var voru á leið sinni frá Líbíu um borð í 25 bátum þegar för þeirra var stöðvuð af skipum frá Ítalíu, Bretlandi, Möltu og Belgíu. Þá nutu þau liðsinnis úr lofti frá íslenskum og finnskum flugvélum, er fram kemur á vef landamærastofnunar Evrópusambandsins (Frontex) en TF-Sif, eftirlitsflugvél landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti á vegum stofnunarinnar við Miðjarðarhaf undanfarin misseri.TF-SIFVÍSIR/VILELMÞá fundust einnig lík 17 flóttamanna sem komið var á land í Sikiley þar sem reynt verður að bera kennsl á þau. Flóttamennirnir fimm þúsund verða fluttir til Ítalíu þar sem þeir bætast í hóp þeirra rúmlega 40 þúsund flóttamanna sem komið hafa til landsins í ár. Flestir þeirra eru að flýja glundroðann í Líbíu sem ríkt hefur allt frá því að einræðisherra landsins, Múammar Gaddafi, var steypt af stóli fyrir liðlega fjórum árum síðan. Að sögn forstöðumanns Frontex, Fabrice Leggeri, er þetta stærsta einstaka björgun sem stofnunin hefur ráðist í á árinu. Tríton-áætlun Frontex var komið á laggirnar í apríl síðastliðnum eftir að 800 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Líbíu.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira