Pokasjóður styrkir Félag Nepala um 5 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 14:20 Ashu Gurung formaður Félags Nepala á Íslandi, Dammar Gurung gjaldkeri, Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs, Rajendra Bahadur Gurung varaformaður Félags Nepala á Íslandi og Kamala Gurung ritari. Mynd/Rauði Kross Íslands Stjórn Pokasjóðs afhenti neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi fimm milljónir króna við hátíðlega athöfn í húsi Rauða krossins við Efstaleiti 9 í dag. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Ljóst er að hátt í 9000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar árlega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmunganna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, var einhugur innan sjóðsins með að styrkja málefnið. „Við í sjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góðar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung er varaformaður Félags Nepala á Íslandi. Hann segist einstaklega þakklátur með framlag Pokasjóðs. „Félagsmenn hafa unnið ötullega að söfnuninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okkar eigin sálgæslu – það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetanlegur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar- og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Félag Nepala á Íslandi tekur á móti frjálsum framlögum:Reikningur söfnunarinnar er: 0133-15-380330Kennitala: 511012-0820 Þá minnir Rauði krossinn á söfnunarsíma sem enn eru opnir: 904 1500 904 2500 904 5500 Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Stjórn Pokasjóðs afhenti neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi fimm milljónir króna við hátíðlega athöfn í húsi Rauða krossins við Efstaleiti 9 í dag. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Ljóst er að hátt í 9000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar árlega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmunganna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, var einhugur innan sjóðsins með að styrkja málefnið. „Við í sjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góðar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung er varaformaður Félags Nepala á Íslandi. Hann segist einstaklega þakklátur með framlag Pokasjóðs. „Félagsmenn hafa unnið ötullega að söfnuninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okkar eigin sálgæslu – það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetanlegur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar- og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Félag Nepala á Íslandi tekur á móti frjálsum framlögum:Reikningur söfnunarinnar er: 0133-15-380330Kennitala: 511012-0820 Þá minnir Rauði krossinn á söfnunarsíma sem enn eru opnir: 904 1500 904 2500 904 5500
Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira