Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 13:01 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á ársfundi Seðlabankans í mars síðastliðnum. vísir/vilhelm Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta í næstu viku. Til að svo megi verða, og frumvarpið fáist afgreitt á þessu þingi, þarf Alþingi að funda fram á sumar. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við fréttastofu RÚV. Frumvarpið var ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar sem fundaði í dag en Bjarni segir nauðsynlegt að koma frumvarpi um höftin inn á þetta þing. „Og ég trúi því að því verði vel tekið þar eða það fái forgangsmeðferð og við getum verið sammála um að þetta er það stórt og mikilvægt mál að það skipti öllu að klára vinnu við það.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, boðaði frumvarp á þessu þingi um losun haftanna á flokksþingi Framsóknarflokksins í apríl síðastliðnum. Það má því segja að frumvarpsins hafi verið beðið með eftirvæntingu síðan þá og virðist nú loks sem sú bið sé á enda. Gjaldeyrishöftin voru sett á í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Í frétt Stöðvar 2 í vikunni kom fram að Seðlabankinn viti ekki hversu miklu tjóni höftin valda þjóðarbúinu á ári. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði þó ljóst að tjónið væri til staðar og að allir séu sammála um afnám hafta. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vita ekki hvað gjaldeyrishöftin kosta þjóðarbúið Seðlabankinn veit ekki hversu miklu tjóni gjaldeyrishöftin valda þjóðarbúinu á ári. Seðlabankastjóri segir þó að tjónið sé til staðar og allir séu sammála um afnám hafta. Það sé rannsóknarverkefni hagfræðinga framtíðarinnar að finna hvert tjónið er. 17. maí 2015 19:30 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2. 13. apríl 2015 20:54 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta í næstu viku. Til að svo megi verða, og frumvarpið fáist afgreitt á þessu þingi, þarf Alþingi að funda fram á sumar. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við fréttastofu RÚV. Frumvarpið var ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar sem fundaði í dag en Bjarni segir nauðsynlegt að koma frumvarpi um höftin inn á þetta þing. „Og ég trúi því að því verði vel tekið þar eða það fái forgangsmeðferð og við getum verið sammála um að þetta er það stórt og mikilvægt mál að það skipti öllu að klára vinnu við það.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, boðaði frumvarp á þessu þingi um losun haftanna á flokksþingi Framsóknarflokksins í apríl síðastliðnum. Það má því segja að frumvarpsins hafi verið beðið með eftirvæntingu síðan þá og virðist nú loks sem sú bið sé á enda. Gjaldeyrishöftin voru sett á í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Í frétt Stöðvar 2 í vikunni kom fram að Seðlabankinn viti ekki hversu miklu tjóni höftin valda þjóðarbúinu á ári. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði þó ljóst að tjónið væri til staðar og að allir séu sammála um afnám hafta.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vita ekki hvað gjaldeyrishöftin kosta þjóðarbúið Seðlabankinn veit ekki hversu miklu tjóni gjaldeyrishöftin valda þjóðarbúinu á ári. Seðlabankastjóri segir þó að tjónið sé til staðar og allir séu sammála um afnám hafta. Það sé rannsóknarverkefni hagfræðinga framtíðarinnar að finna hvert tjónið er. 17. maí 2015 19:30 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2. 13. apríl 2015 20:54 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vita ekki hvað gjaldeyrishöftin kosta þjóðarbúið Seðlabankinn veit ekki hversu miklu tjóni gjaldeyrishöftin valda þjóðarbúinu á ári. Seðlabankastjóri segir þó að tjónið sé til staðar og allir séu sammála um afnám hafta. Það sé rannsóknarverkefni hagfræðinga framtíðarinnar að finna hvert tjónið er. 17. maí 2015 19:30
Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00
Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2. 13. apríl 2015 20:54
Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09