Roberto Di Matteo hefur verið rekinn sem stjóri Schalke 04 í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu að því fram kemur í þýskum fjölmiðlum í gær.
Di Matteo hefur verið við stjórnvölinn hjá Schalke frá því í október 2014 þegar hann tók við af Jens Keller. Hann kom Schalke í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Schalke datt út fyrir Real Madrid, samanlagt 5-4.
Schalke mistókst að krækja sér í Meistaradeildarsæti og tapaði 2-0 gegn botnbaráttuliði HSV í lokaumferðina í gær. Það hefur greinilega fyllt mælinn hjá forráðamönnum Schalke, en þýska liðið þarf að fara í umspil um laust sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Það hefur eitt og annað verið í lausu lofti hjá Schalke undanfarnar vikur. Kevin-Prince Boateng og Sidney Sam voru leystir undan samningi af íþróttastjóranum, Horst Heldt, fyrir nokkru síðan og er Heldt einnig sagður á förum frá félaginu.
Heldt sagði í samtali við þýska sjónvarpið í gær að allir hjá félaginu þyrftu að skoða stöðu sína, hvort sem það væru leikmenn eða þeir sem væru hinu megin við borðið.
Hápunktur Di Matteo á sínum þjálfaraferli var klárlega þegar hann stýrði Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni tímabilið 2011/2012.
Di Matteo rekinn frá Schalke
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn