Valur vann Fylki, 3-1, Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld og er á toppi deildarinnar með níu stig eða fullt hús eftir þrjár umferðir.
Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í kvöld áður en Sandra Sif Magnúsdóttir jafnaði metin á 50. mínútu, 1-1.
Vesna Smiljkovic og Katia Maanene tryggðu Val öll þrjú stigin með sitthvoru markinu á 57. og 79. mínútu leiksins. Flott byrjun á Val í sumar.
Fylkisliðið er með þrjú stig í sjöunda sæti deildarinnar, en það vann Selfoss í fyrstu umferðinni og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð.
Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og náðu þar í stig gegn firnasterku liði Breiðabliks með 1-1 jafntefli.
Margrét María Hólmarsdóttir kom gestunum yfir á 70. mínútu, en Fanndís Friðriksdóttir bjargaði stigi fyrir Blika með jöfnunarmarki á 87. mínútu.
Blikar eru í öðru sæti deildarinnarm eð sjö stig en KR er í áttunda sæti með þetta eina stig sem liðið náði í kvöld.
KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár
Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2.

Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur
Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar.