Valskonur eru einar á toppnum í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fylki en Valsliðið er með fullt hús eftir þrjá fyrstu leikina.
Valur er eina lið deildarinn sem hefur ekki enn tapað stigi en bæði Stjarnan (2-1 tap fyrir Selfossi) og Breiðablik (1-1 jafntefli við KR) töpuðu stigum á heimavelli í gær.
Valskonur eru með 9 stig af 9 mögulegum og markatöluna 11-1. Breiðablik og Þór/KA eru í 2. til 3. sæti með sjö stig hvort félag.
Elín Metta Jensen hefur skoraði í fyrstu þremur leikjunum og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Franski framherjinn Katia Maanane missti af fyrsta leiknum en hefur skorað í báðum leikjum sínum síðan þá.
Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Valskonur vinna fyrstu þrjá leiki sína en það gerðist síðast árið 2010 sem var einmitt síðasta tímabilið sem Valur vann Íslandsmeistaratitillinn.
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson er að byrja vel sem þjálfari liðsins og nú er spurning hvort stórveldi íslenska kvennafótboltans á fyrsta áratug aldarinnar sé vaknað til lífsins á ný en liðið náði aðeins sjöunda sætinu í fyrrasumar.
Vísir og Sporttv sýndu frá leiknum í gær og á vef þeirra Sporttv-mann má nú finna bæði myndband með mörkunum sem og myndband frá atvikum úr leiknum.
Stórveldið vaknað til lífsins | Sjáið Valskonur skora þrjú mörk í gær
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
