Birkir Bjarnason og félagar hans í Pescara færast nær sæti í ítölsku A-deildinni.
Þeir unnu Vincenza, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins á heimavelli í dag, en í hinu einvíginu mætast Bologna og Avellino.
Markalaust var fram á 86. mínútu þegar Albaninn Ledian Memushaj skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Í aðdraganda hennar var Mauro Vigorito, markvörður Vicenza, rekinn af velli og missir hann því af seinni leiknum sem fram fer á þriðjudagskvöldið.
Pescara hafnaði í sjöunda sæti B-deildarinnar en Vicenza þriðja sæti. Carpi og Frosinone höfnuðu í efstu tveimur sætunum og spila í A-deildinni á næstu leiktíð.
Birkir og félagar í góðum málum í umspilinu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn



„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn


