Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi í liðinni viku. vísir/gva Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56