Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 14:16 "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna þess að hann taldi sig ekki hafa stuðning allra í yfirstjórn bankans við skipulagsbreytingar sem hann hafði áhuga á að framkvæma. Holttum er á meðal vitna í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Tekin var símaskýrsla af honum með aðstoð dómtúlks og gekk það nokkuð illa framan af þar sem hann skildi orðið „stop” sem „start”. Hann gerði því góða grein fyrir því hvers vegna hann hafði byrjað að vinna fyrir Kauþing þegar saksóknari var í raun að spyrja hvers vegna hann hefði hætt.Spurði sig hvað væri að hjá bankanum Holttum sagði að hann hefði byrjað að vinna hjá bankanum því honum þótti starf alþjóðlegs regluvarðar áhugavert. Þá sá hann fyrir sér að hægt yrði að ráðast í skipulagsbreytingar varðandi regluvörslu bankans sem samanstóð af aðskildum teymum í þeim löndum þar sem bankinn hafði starfsemi. Taldi Holttum að hægt væri að auka samstarf þessara eininga en til þess kom ekki þar sem hann hætti hjá bankanum eftir rúmt hálft ár í starfi. Borin var undir hann skýrsla sem tekin var af honum hjá lögreglu og er eftirfarandi þar haft eftir Holttum í óbeinni ræðu: „Nikolas spurði sig margsinnis hvað væri að hjá bankanum, hvort það væri skipulagsleysi eða kæruleysi í rekstri. Nikolas hafði einnig áhyggjur af orðspori sínu en ákvað samt að gefa þessu sex mánuði og að þeim oknum sendi hann Helga [Sigurðssyni, yfirlögfræðingi Kaupþings] áðurnefnt bréf þar sem hann lagði línurnar hvernig starfið ætti að vera.” Aðspurður hvort rétt væri haft honum þarna sagði Holttum svo vera. Hann hefði skrifað Helga bréf, sex mánuðum eftir að hann byrjaði, þar sem hann lýsti ýmsum þeim atriðum sem hann hafði áhyggjur af í rekstri bankans.Undraðist á eignarhlut Kaupþings í eigin bréfum Saksóknari spurði hann þá hvort hann hafi einhvern tímann rætt viðskipti Kaupþings með eigin bréf við einhvern hjá bankanum. „Það gæti hafa verið í júní 2008 þegar ég kom í seinasta skipti til Reykjavíkur. Þá ræddum við Helgi þetta og hann sagði við mig að bankinn væri kominn eitthvað yfir 4% í eigin bréfum. Hann var að spyrja mig um birtingarkröfur á grundvelli tilskipunar um gagnsæi viðskipta og ég gerði honum skýrt grein fyrir því að þegar bankinn færi yfir 5% þá væri komin flöggun.” Holttum sagðist svo hafa bent Helga á það að í sumum löndum væri ólöglegt fyrir banka að eiga í sjálfum sér, til dæmis í Þýskalandi, og að annars staðar þyrfti að tilkynna slík viðskipti í kauphöll. Helgi tjáði honum þá að slíkt væri ekki nauðsynlegt á Íslandi. Saksóknari spurði Holttum að lokum hvort hann hefði undrast að Kaupþing ætti yfir 4% í eigin bréfum. „Já, ég var nokkuð undrandi á því,” svaraði Holttum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59