Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 16:12 Björn Þorvaldsson saksóknari er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum. VÍSIR/GVA Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. Í dag gafst slíkt tækifæri við aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar reynt var að hafa samband við Eggert Hilmarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra lögfræðisviðs bankans í Lúxemborg.Búsettur í Svíþjóð Eggert er vitni í málinu en er búsettur í Svíþjóð og átti að taka af honum skýrslu í gegnum síma. Þegar hringt var á skrifstofu hans svaraði hins vegar ekki Eggert heldur kona sem spurði, á sænsku, um nafn og símanúmer þess sem hringdi. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, sagðist þá vera að hringja úr „byretten í Reykjavík” og að hann þyrfti að ná tali af Eggerti. Var honum þá gefið samband og bjuggust nú allir við að Eggert myndi svara. Vissulega svaraði karlmaður en það var ekki Eggert: „Nej, det är inte Eggert, det er Magnus.”Skondin uppákoma Uppskar hinn sænski Magnus hlátur í dómsal en Arngrímur spurði þá aftur eftir Eggerti. Magnus sagði að hann væri ekki við en hann gæti beðið hann um að hringja til baka. Dómsformaður sagði þá að það þýddi ekki, Eggert ætti að gefa skýrslu í gegnum síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Magnus gæti kannski reynt að finna Eggert. Var þessi uppákoma vægast sagt skondin og var augljóst að Arngrími, sem og öðrum dómurum málsins, sækjanda og verjendum var skemmt, að ógleymdum blaðamönnunum sem sitja aðalmeðferðina. Skömmu síðar náðist samband við Eggert og gat þá farið fram skýrslutaka yfir honum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira