KSÍ tapaði í Hæstarétti og þarf að borga Landsbankanum eina milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2015 17:45 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stóð fyrir endurbætum á Laugardalsvelli fyrir tæpum áratug. vísir Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, var dæmt að greiða Landsbankanum eina milljón króna í málskostnað í Hæstarétti í dag og máli sem KSÍ höfðaði á hendur bankanum var vísað frá. KSÍ fékk reikningslánalínu upp á einn milljað frá Landsbankanum í september 2006 vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sambandið dró átta sinnum á lánið, en samtals var upphæðin 635 milljónir króna. Greitt var út í íslenskum krónum en um gengislán var að ræða. Því var helmingsskipt í svissneska franka og japönsk jen. KSÍ byrjaði að greiða inn á lánið snemma árs 2007 og hafði greitt það að fullu í september árið 2009. Í heildina borgaði KSÍ 1.017 milljónir króna til baka. Í kjölfar gengislánadóma sem féllu hér á landi höfðaði KSÍ mál gegn Landsbankanum, en það vildi meina að lánið hafi verið bundið ólögmætri gengistryggingu. Lögmaður KSÍ vildi meina að endurreikna þyrfti lánin þannig að Landsbankinn þyrfti að endurgreiða það sem greitt hafði verið umfram skyldu. Héraðsdómur dæmdi KSÍ í hag og sagði gengistrygginguna í andstæðu við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Þá átti Landsbankinn að greiða KSÍ 600.000 krónur í málskostnað. Landsbankinn áfrýjaði til Hæstarétts sem sneri úrskurði Héraðsdóms í dag og þarf KSÍ nú að greiða bankanum eina milljóna króna í málskostnað fyrir hérað og Hæstarétt. Hæstiréttur taldi að dómkröfur KSÍ í stefnu hefðu ekki verið nægilega skýrar auk þess sem lánin hefðu nú þegar verið greidd að fullu og samningarnir þannig efndir og KSÍ ekki sýnt fram á hvaða lögmætu hagsmuni sambandið hefði af því að fá viðurkenningu á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta gengistryggingu. Hefði málið unnist hefði KSÍ verið í stöðu til að sækja hundruði milljóna króna sem því fannst það hafa borgað umfram vegna verðtryggingarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar er því viss skellur fyrir KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti