Frumsýnt á Vísi: Fárveikur aðalleikari í Út úr þögninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 15:15 Vísir frumsýnir í dag, þann 15.5.15 kl. 15.15, tónlistarmyndband við lagið Út úr þögninni með Valdimar af plötu þeirra Batnar Útsýnið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Bowen Staines sá um gerð myndbandsins en hann hefur meðal annars gert myndbönd við lögin Fjöru með Sólstöfum, Gleipni með Skálmöld og Living Room Songs fyrir Ólaf Arnalds. Myndbandið er sjö mínútur að lengd og var skotið á tíu dreifðum tökudögum í og um Reykjavík af fimm manna tökuliði. Myndefninu var síðan flogið yfir Atlantshafið til Toronto í Ontario, þar sem ég vann það á næsta tveimur og hálfum mánuði. „Flest fyrri tónlistarmyndbönd mín voru skotin að mestu í náttúru Íslands. Mig langaði með Út úr þögninni að sýna virðingu mína og ást á Reykjavíkurborg með því að sýna hana á örlítið annan hátt - ekki sem staðsetningu eða áfangastað, heldur eins og heimili,“ segir Bowen Staines Sögunni var gefið líf með hæfileikum Hjalta Haraldssonar og Unnar Jónsdóttur, með hjálp unga og einstaklega klára Markúsi Sólon og hinum færa leikara Sumarliða V. Snæland Ingimarssyni. Þó það sjáist varla í endanlegri útkomu myndbandsins, þá fékk Hjalti skæða flensu eftir fyrsta tökudag og var áfram sárveikur næstu tökudaga á eftir nema þeim síðasta. Þrátt fyrir mikinn hita og mikil óþægindi, krafðist hann þess að klára fullt af aukatökum þar til hann var sjálfur fyllilega sáttur. „Myndbandið er mestmegnis tekið innandyra en þegar kom að því að færa tökur af Seltjarnarnesinu tóku óhöppin að gerast. Við vorum formæld með versta veðri í manna minnum meginhluta tökudaga okkar utandyra; stórhríð eftir stórhríð leiddi okkur í að endurskipuleggja allt og þar sem við vorum að renna á tíma ákvað ég að skrifa þetta veður inn í handritið,“ segir Staines. Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag, þann 15.5.15 kl. 15.15, tónlistarmyndband við lagið Út úr þögninni með Valdimar af plötu þeirra Batnar Útsýnið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Bowen Staines sá um gerð myndbandsins en hann hefur meðal annars gert myndbönd við lögin Fjöru með Sólstöfum, Gleipni með Skálmöld og Living Room Songs fyrir Ólaf Arnalds. Myndbandið er sjö mínútur að lengd og var skotið á tíu dreifðum tökudögum í og um Reykjavík af fimm manna tökuliði. Myndefninu var síðan flogið yfir Atlantshafið til Toronto í Ontario, þar sem ég vann það á næsta tveimur og hálfum mánuði. „Flest fyrri tónlistarmyndbönd mín voru skotin að mestu í náttúru Íslands. Mig langaði með Út úr þögninni að sýna virðingu mína og ást á Reykjavíkurborg með því að sýna hana á örlítið annan hátt - ekki sem staðsetningu eða áfangastað, heldur eins og heimili,“ segir Bowen Staines Sögunni var gefið líf með hæfileikum Hjalta Haraldssonar og Unnar Jónsdóttur, með hjálp unga og einstaklega klára Markúsi Sólon og hinum færa leikara Sumarliða V. Snæland Ingimarssyni. Þó það sjáist varla í endanlegri útkomu myndbandsins, þá fékk Hjalti skæða flensu eftir fyrsta tökudag og var áfram sárveikur næstu tökudaga á eftir nema þeim síðasta. Þrátt fyrir mikinn hita og mikil óþægindi, krafðist hann þess að klára fullt af aukatökum þar til hann var sjálfur fyllilega sáttur. „Myndbandið er mestmegnis tekið innandyra en þegar kom að því að færa tökur af Seltjarnarnesinu tóku óhöppin að gerast. Við vorum formæld með versta veðri í manna minnum meginhluta tökudaga okkar utandyra; stórhríð eftir stórhríð leiddi okkur í að endurskipuleggja allt og þar sem við vorum að renna á tíma ákvað ég að skrifa þetta veður inn í handritið,“ segir Staines.
Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“