Heiðríkur Á Heygjum er leikstjóri myndbandsins. Hann var í ár verðlaunaður fyrir tónlistarmyndband sem hann gerði fyrir Eivør og undirbýr nú stuttmynd skrifað af Ólafi Egilssyni.
Hljómsveitina skipa Færeyingarnir Guðríð Hansdóttir og Janus Rasmussen. Janus er einnig í hljómsveitinni Kiasmos ásamt Ólafi Arnaldssyni og hefur einnig verið í Bloodgroup.
Myndbandið við Andvekur má sjá hér fyrir neðan en einnig er vert að nefna að Kiasmos kemur fram á tónleikum á Húrra í kvöld. Hefjast herlegheitin kl. 21.