
Góður gangur í viðræðunum

Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir góðan gang í viðræðunum en nýr fundur hefur verið boðaður á sunnudag.
Tengdar fréttir

Sameina þarf kjaraviðræður
Samtök atvinnulífsins kölluðu eftir því í Fréttablaðinu í gær að verkalýðshreyfingin sameini sig í þeim kjaraviðræðum sem í gangi eru þannig að þær nái bæði til almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. „Ég held að svona snúin staða leysist aldrei öðruvísi en náist að eyða ákveðinni tortryggni, sem ríkt hefur á milli aðila, með því að menn komi þá bara sameiginlega að borðinu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjármálaráðherra hefur áður kallað eftir þjóðarsátt.

Starfsgreinasambandið frestar verkföllum
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí.

Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum
Fundað var í kjaradeilum allra stóru stéttarfélaganna bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum í Karphúsinu í gær. Ljóst er að enn ber mikið í milli og samningar ekki í augsýn. Hreyfing er samt á viðræðum og nýjar hugmyndir á borðinu.