Dagný í Selfoss Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2015 17:42 Dagný kemur til með að styrkja lið Selfoss gríðarlega. vísir/daníel Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin á ný í raðir Selfoss og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.Dagný varð þýskur meistari með Bayern München á dögunum og til stóð að hún myndi skrifa undir samning við lið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hlutirnir breyttust hins vegar fljótt en liðin í bandarísku deildinni voru ósátt að Dagný þyrfti ekki að fara í gegnum formlegt valferli eins og aðrir leikmenn. Óvissan heillaði ekki og Dagný ákvað því að snúa aftur til Selfoss sem hún lék með síðasta sumar. "Þeir sem eru yfir deildinni buðu mér að fara í gegnum lotterí, þar sem liðið í níunda sæti fengi níu kúlur í pottinum, liðið í áttunda sæti átta kúlur og svo framvegis. Svo yrði dregið um það í hvaða lið ég færi og ég þyrfti að vera þar í eitt og hálft ár. Ég var ekki tilbúin í það því ég vildi vita í hvaða lið ég væri að fara," sagði Dagný í samtali við Sunnlenska.is. „Þetta kom í ljós klukkan tíu í gærkvöldi og ég svaf ekkert í nótt. Ég var búin að segja nei við öll liðin á Íslandi, í Þýskalandi og eitt lið í Svíþjóð. Ég hringdi í Gunna [Selfossþjálfara] í gærkvöldi og spurði hvort ég mætti koma í Selfoss því mig langaði til þess að spila fótbolta. „Ég er ennþá atvinnumaður þó að ég sé hérna, ég veit ekki hvert næsta skref verður, hvort ég fer út í júlíglugganum eða á næsta ári. En ég var að minnsta kosti ekki tilbúin til þess að spila ekkert þangað til 15. júlí. „Ég veit að hverju ég geng á Selfossi, þetta er einn af toppklúbbunum á Íslandi með toppstelpum og frábærri aðstöðu og Gunni er toppþjálfari og hvernig hugsað er um liðið er frábært. Svo verður bara að koma í ljós seinna í sumar hvort ég fer eitthvað annað í júlíglugganum."Selfoss tapaði 2-0 fyrir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær og því er Dagný kærkomin viðbót við liðið. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Draumamark Huldu Hrundar og skalli Berglindar Bjargar tryggðu Fylki sigur á Selfoss. 14. maí 2015 16:30 Dagný þýskur meistari með Bayern Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari. 10. maí 2015 13:59 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin á ný í raðir Selfoss og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Sunnlenska.is greinir frá þessu.Dagný varð þýskur meistari með Bayern München á dögunum og til stóð að hún myndi skrifa undir samning við lið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hlutirnir breyttust hins vegar fljótt en liðin í bandarísku deildinni voru ósátt að Dagný þyrfti ekki að fara í gegnum formlegt valferli eins og aðrir leikmenn. Óvissan heillaði ekki og Dagný ákvað því að snúa aftur til Selfoss sem hún lék með síðasta sumar. "Þeir sem eru yfir deildinni buðu mér að fara í gegnum lotterí, þar sem liðið í níunda sæti fengi níu kúlur í pottinum, liðið í áttunda sæti átta kúlur og svo framvegis. Svo yrði dregið um það í hvaða lið ég færi og ég þyrfti að vera þar í eitt og hálft ár. Ég var ekki tilbúin í það því ég vildi vita í hvaða lið ég væri að fara," sagði Dagný í samtali við Sunnlenska.is. „Þetta kom í ljós klukkan tíu í gærkvöldi og ég svaf ekkert í nótt. Ég var búin að segja nei við öll liðin á Íslandi, í Þýskalandi og eitt lið í Svíþjóð. Ég hringdi í Gunna [Selfossþjálfara] í gærkvöldi og spurði hvort ég mætti koma í Selfoss því mig langaði til þess að spila fótbolta. „Ég er ennþá atvinnumaður þó að ég sé hérna, ég veit ekki hvert næsta skref verður, hvort ég fer út í júlíglugganum eða á næsta ári. En ég var að minnsta kosti ekki tilbúin til þess að spila ekkert þangað til 15. júlí. „Ég veit að hverju ég geng á Selfossi, þetta er einn af toppklúbbunum á Íslandi með toppstelpum og frábærri aðstöðu og Gunni er toppþjálfari og hvernig hugsað er um liðið er frábært. Svo verður bara að koma í ljós seinna í sumar hvort ég fer eitthvað annað í júlíglugganum."Selfoss tapaði 2-0 fyrir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gær og því er Dagný kærkomin viðbót við liðið.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Draumamark Huldu Hrundar og skalli Berglindar Bjargar tryggðu Fylki sigur á Selfoss. 14. maí 2015 16:30 Dagný þýskur meistari með Bayern Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari. 10. maí 2015 13:59 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Draumamark Huldu Hrundar og skalli Berglindar Bjargar tryggðu Fylki sigur á Selfoss. 14. maí 2015 16:30
Dagný þýskur meistari með Bayern Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru þýskir deildarmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á SGS Essen í dag. Wolfsburg tapaði stigum og því Bayern meistari. 10. maí 2015 13:59
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn