Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2015 21:15 Dreifing á kjúklingi hófst um klukkan þrjú í dag. Kjöt frá Matfugli ætti að vera komið í allar verslanir á morgun. vísir/gva Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“. Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“.
Verkfall 2016 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira