Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 11:39 Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19