Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 12:53 Björn Þorvaldsson og Sigurður Einarsson. Vísir/Vihelm/Daníel Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19