Frystiskápar fullir af blóðsýnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2015 19:00 Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51
„Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07
Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30