
Hvað er femínismi eiginlega?
En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag?
Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum.
En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.
Kynjafræði ekki skyldufag
Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna.
Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar
Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér.
Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum.
Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda.
Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin!
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar