Barist í Skotlandi annað kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. maí 2015 22:30 Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær. MMA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær.
MMA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira