Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo erlenda ferðamenn á slysadeild Landspítalans eftir umferðarslys austan við Hvolsvöll í dag. Ekki er vitað um líðan þeirra.
Tilkynning um slysið barst lögreglu á þriðja tímanum í dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, missti ökumaðurinn stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt.
Suðurlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins en hann hefur nú verið opnaður aftur.
