Körfubolti

Helena í Hauka?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena á í viðræðum við Hauka, en þeir rauklæddu í Hafnarfirði binda vonir við að hún snúi heim næsta vetur.
Helena á í viðræðum við Hauka, en þeir rauklæddu í Hafnarfirði binda vonir við að hún snúi heim næsta vetur. vísir/daníel
Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik á í viðræðum við uppeldisklúbb sinn Hauka, en þetta staðfesti Helena í samtali við vef Morgunblaðsins fyrr í dag.

Á síðustu leiktíð lék Helena í Póllandi með Polkowice, en þær lentu í þriðja sætinu í úrslitakeppninni. Þær duttu út í undanúrslitunum.

Helena segist spennt vera fyrir því að koma heim í eitt ár að minnsta kosti og væri einungis í viðræðum við Hauka. Hún hefur komið víða við á síðustu árum, meðal annars í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Hún verður í eldlínunni í sumar þegar kvennalandsliðið keppir á smáþjóðaleikunum, en þeir fara fram á Íslandi í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×