Tiger Woods og skíðastjarnan Lindsey Vonn hætt saman 3. maí 2015 20:01 Vonn ásamt börnum Woods á Masters mótinu í apríl. Getty Það er sjaldan lognmolla í kring um Tiger Woods en í dag gaf hann út yfirlýsingu þess efnis að hann og skíðastjarnan Lindsey Vonn, kærasta hans til þriggja ára, séu hætt saman. Sambandsslitin virðast hafa farið fram á töluvert rólegri hátt heldur en síðast þegar hann hætti í sambandi en þá sauð allt upp úr hjá honum og eiginkonu hans, Elin Nordegren, eftir að margar konur komu fram í fjölmiðlum og sögðust hafa sængað með Woods. Hann skrifar á heimasíðuna sína að ástæðan fyrir því að hann og Vonn séu ekki lengur saman sé tímaskortur enda lifi þau mjög mismunandi lífum. „Ég dáist að Lindsey, virði hana og elska. Hún hefur verið frábær við mig og fjölskyldu mína í gegn um samband okkar, sérstaklega við börnin mín. Því miður erum við á toppnum í mismunandi íþróttagreinum sem tekur sinn toll og því höfum við oft átt erfitt með að eyða tíma saman." Vonn skrifaði svo svipaða færslu á Facebook síðu sína í kjölfarið. „Við Tiger eyddum þremur góðum árum saman en höfum ákveðið í sameiningu að enda samband okkar. Ég mun alltaf muna eftir tímum okkar saman en því miður þá gera aðstæður okkur ekki kleift að eiða miklum tíma saman. Ég mun samt alltaf hugsa til baka til þeirra tíma sem ég eyddi með Tiger og fjölskyldu hans með gleði í hjarta." Golf Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það er sjaldan lognmolla í kring um Tiger Woods en í dag gaf hann út yfirlýsingu þess efnis að hann og skíðastjarnan Lindsey Vonn, kærasta hans til þriggja ára, séu hætt saman. Sambandsslitin virðast hafa farið fram á töluvert rólegri hátt heldur en síðast þegar hann hætti í sambandi en þá sauð allt upp úr hjá honum og eiginkonu hans, Elin Nordegren, eftir að margar konur komu fram í fjölmiðlum og sögðust hafa sængað með Woods. Hann skrifar á heimasíðuna sína að ástæðan fyrir því að hann og Vonn séu ekki lengur saman sé tímaskortur enda lifi þau mjög mismunandi lífum. „Ég dáist að Lindsey, virði hana og elska. Hún hefur verið frábær við mig og fjölskyldu mína í gegn um samband okkar, sérstaklega við börnin mín. Því miður erum við á toppnum í mismunandi íþróttagreinum sem tekur sinn toll og því höfum við oft átt erfitt með að eyða tíma saman." Vonn skrifaði svo svipaða færslu á Facebook síðu sína í kjölfarið. „Við Tiger eyddum þremur góðum árum saman en höfum ákveðið í sameiningu að enda samband okkar. Ég mun alltaf muna eftir tímum okkar saman en því miður þá gera aðstæður okkur ekki kleift að eiða miklum tíma saman. Ég mun samt alltaf hugsa til baka til þeirra tíma sem ég eyddi með Tiger og fjölskyldu hans með gleði í hjarta."
Golf Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira