Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 11:17 Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. Vísir/Pjetur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55