„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ sunna kristín hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 10:58 vísir/gva Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur