Allt nema ristavélin tekið við húsleit sunna kristín hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 15:32 Magnús Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. vísir/gva Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. Magnús er ákærður fyrir aðild sína að viðskiptum eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo en félögin keyptu hlutabréf í Kaupþingi af bankanum sjálfum með lánum frá Kaupþingi sem tók veð í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru.„Ekki voru þeir að leita að fjársjóði eða gulli“ Magnús byrjaði á því að ávarpa dóminn og fór stuttlega yfir störf sín hjá Kaupþingi á Íslandi og í Lúxemborg en Magnús starfaði í Lúxemborg frá árinu 1998. Hann tók síðan til við að gagnrýna embætti sérstaks saksóknara og rannsókn málsins harðlega. „Í febrúar 2010 hringdi dyrabjallan heima hjá mér í Lúxemborg en ég var víðs fjarri og konan mín heima. Þar var lögreglan komin, 10 manns að leita að sönnunargöngum tveimur árum eftir að meint brot áttu að hafa verið framin á vinnustað mínum. [...] Hverju voru þeir að leita að? Ekki voru þeir að leita að fjársjóði eða gulli.“ Magnús greindi meðal annars frá því að við húsleitina hafi allar tölvur heimilisins og símar verið teknir. „Í raun var allt tekið nema ristavélin. Slík árás er í senn niðurlægjandi og án tilefnis. [...] Engin gögn sem fundust heima hjá mér rötuðu síðan hér í gögn málsins.“Fyrst gæsluvarðhald og svo farbann Í maí 2010 sat Magnús í 7 daga í gæsluvarðhaldi og var í einangrun á Litla-Hrauni. Hann sagðist fyrir dómi í dag hafa komið gagngert til Íslands á þessum tíma til að mæta í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara að beiðni embættisins. Hann hafi svo verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. „Ég var settur í gæsluvarðhald á grundvelli þess að ég myndi eyðileggja sönnunargögn. Hvaða rannsóknargögnum hefði ég átt að eyða svona löngu eftir að meint brot áttu sér stað? Ef ég hefði viljað eyðileggja einhver sönnunargögn hefði ég getað gert það fyrir löngu. Þetta var bara fyrirsláttur til að valda okkur hámarksskaða og ég missti samstundis vinnuna,“ sagði Magnús. Þegar hann losnaði svo úr gæsluvarðhaldi var hann settur í farbann þar sem ákæruvaldið taldi hann líklegan til að flýja réttvísina. Þetta sagði Magnús einnig hafa verið fyrirslátt; ákæruvaldið hafi þurft að hlera símann og gat þess vegna ekki misst hann úr landi. „Jafnvel eftir að ég var dæmdur í margra ára fangelsi [í Al Thani-málinu] þá var ég ekki settur í farbann. Ég var ekki líklegur til að flýja réttvísina þá. Hins vegar var ég rosalega flóttalegur þegar ég kom af Hrauninu. [...] Hlerunarheimildin rann út og farbannið daginn eftir.“ Magnús sneri sér svo að ákærunni í málinu og gagnrýndi meðal annars skort á gögnum varðandi kaup eignarhaldsfélaganna og lánveitingarnar til þeirra. Hann lýsti sig jafnframt saklausan af öllum ákæruliðum málsins. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. 5. maí 2015 09:45 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. Magnús er ákærður fyrir aðild sína að viðskiptum eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo en félögin keyptu hlutabréf í Kaupþingi af bankanum sjálfum með lánum frá Kaupþingi sem tók veð í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru.„Ekki voru þeir að leita að fjársjóði eða gulli“ Magnús byrjaði á því að ávarpa dóminn og fór stuttlega yfir störf sín hjá Kaupþingi á Íslandi og í Lúxemborg en Magnús starfaði í Lúxemborg frá árinu 1998. Hann tók síðan til við að gagnrýna embætti sérstaks saksóknara og rannsókn málsins harðlega. „Í febrúar 2010 hringdi dyrabjallan heima hjá mér í Lúxemborg en ég var víðs fjarri og konan mín heima. Þar var lögreglan komin, 10 manns að leita að sönnunargöngum tveimur árum eftir að meint brot áttu að hafa verið framin á vinnustað mínum. [...] Hverju voru þeir að leita að? Ekki voru þeir að leita að fjársjóði eða gulli.“ Magnús greindi meðal annars frá því að við húsleitina hafi allar tölvur heimilisins og símar verið teknir. „Í raun var allt tekið nema ristavélin. Slík árás er í senn niðurlægjandi og án tilefnis. [...] Engin gögn sem fundust heima hjá mér rötuðu síðan hér í gögn málsins.“Fyrst gæsluvarðhald og svo farbann Í maí 2010 sat Magnús í 7 daga í gæsluvarðhaldi og var í einangrun á Litla-Hrauni. Hann sagðist fyrir dómi í dag hafa komið gagngert til Íslands á þessum tíma til að mæta í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara að beiðni embættisins. Hann hafi svo verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. „Ég var settur í gæsluvarðhald á grundvelli þess að ég myndi eyðileggja sönnunargögn. Hvaða rannsóknargögnum hefði ég átt að eyða svona löngu eftir að meint brot áttu sér stað? Ef ég hefði viljað eyðileggja einhver sönnunargögn hefði ég getað gert það fyrir löngu. Þetta var bara fyrirsláttur til að valda okkur hámarksskaða og ég missti samstundis vinnuna,“ sagði Magnús. Þegar hann losnaði svo úr gæsluvarðhaldi var hann settur í farbann þar sem ákæruvaldið taldi hann líklegan til að flýja réttvísina. Þetta sagði Magnús einnig hafa verið fyrirslátt; ákæruvaldið hafi þurft að hlera símann og gat þess vegna ekki misst hann úr landi. „Jafnvel eftir að ég var dæmdur í margra ára fangelsi [í Al Thani-málinu] þá var ég ekki settur í farbann. Ég var ekki líklegur til að flýja réttvísina þá. Hins vegar var ég rosalega flóttalegur þegar ég kom af Hrauninu. [...] Hlerunarheimildin rann út og farbannið daginn eftir.“ Magnús sneri sér svo að ákærunni í málinu og gagnrýndi meðal annars skort á gögnum varðandi kaup eignarhaldsfélaganna og lánveitingarnar til þeirra. Hann lýsti sig jafnframt saklausan af öllum ákæruliðum málsins.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. 5. maí 2015 09:45 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. 5. maí 2015 09:45
„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58
Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun