Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 10:57 Bjarki Diego ásamt lögmönnum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Bjarki er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaganna Holt og Desulo sem keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans á árinu 2008. Bjarki svarar spurningum saksóknara úr vitnastúku en hann er sá fyrsti af ákærðu sem gerir það. Aðrir hafa setið við hlið lögmanns síns. Er Bjarka gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í hættu vegna aðkomu sinnar að lánaveitingunum en við upphaf skýrslutökunnar í morgun hafnaði Bjarki þessu alfarið. „Því er ítrekað haldið fram í ákæru að ég hafi komið að því að greiða út lán. Frá því ég kem að þessum lánum þá fara engir peningar út úr bankanum fyrir mína tilstuðlan hvorki með beinum né beinum hætti,” sagði Bjarki. Hann lýsti þessu síðan betur.Telur engin lög hafa verið brotin „Hvernig er upphafið að þessu viðskiptum? Æðstu yfirmenn bankans selja hlutabréfin og við söluna færast þau yfir á vörslureikning kaupandans. Við það myndast skuld á þessum sama vörslureikningi og það myndast krafa sem bankinn á á kaupandann.” Krafa hefði síðan verið bókuð í kerfi fjárstýringar sem var svo greidd til eigin viðskipta bankans. „Það eru því ekki einu sinni hreyfingar milli hæða. Það fór enginn peningur út úr bankanum en þetta kemur hvergi fram í ákæru. Þar er látið að því liggja að peningur hafi farið út úr bankanum.” Sagði hann lánveitingarnar til Holt og Desulo hafi vissulega verið óvenjulegar en þær voru löglegar. Það lægi fyrir í gögnum málsins að lánanefndir bankans hafi samþykkt lánveitingarnar og því hafi engin lög eða reglur verið brotin.Hreiðar, Sigurður og Ingólfur sama sinnis Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út í lánveitingarnar útskýrði Bjarka betur hvað hefði verið óvenjulegt við þær. Sagði hann að þar sem viðskiptin með hlutabréfin hefðu í raun þegar farið fram þá væri skuldbinding um lán í raun þegar til staðar. Um þetta er ágreiningur þar sem æðstu stjórnendur bankans, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason, telja að hægt hefði verið að vinda ofan af skuldbindingu bankans ef lánanefnd hefði ekki samþykkt að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Um þetta sagði Bjarki: „Það er ljóst að það hefur augljóslega stofnast skuldbinding áður. [...] Það er því ekki rétt [að það hefði verið hægt að vinda ofan af viðskiptunum] því það hefði myndast yfirdráttur á vörslureikning þess sem var búinn að kaupa bréfin.”Uppfært klukkan 13: Verjendur Ingólfs Helgasonar gera athugasemdir við það sem Björn Þorvaldsson hélt fram við skýrslutöku í dag, og haft er eftir honum í fréttinni, að Ingólfur hafi sagt að hægt yrði að vinda ofan skuldbindingum bankans vegna fjármögnunar til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að Ingólfur hefur aldrei haldið því fram við réttarhöldin og fór saksóknari því með rangt mál í morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00 Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Bjarki er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaganna Holt og Desulo sem keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans á árinu 2008. Bjarki svarar spurningum saksóknara úr vitnastúku en hann er sá fyrsti af ákærðu sem gerir það. Aðrir hafa setið við hlið lögmanns síns. Er Bjarka gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í hættu vegna aðkomu sinnar að lánaveitingunum en við upphaf skýrslutökunnar í morgun hafnaði Bjarki þessu alfarið. „Því er ítrekað haldið fram í ákæru að ég hafi komið að því að greiða út lán. Frá því ég kem að þessum lánum þá fara engir peningar út úr bankanum fyrir mína tilstuðlan hvorki með beinum né beinum hætti,” sagði Bjarki. Hann lýsti þessu síðan betur.Telur engin lög hafa verið brotin „Hvernig er upphafið að þessu viðskiptum? Æðstu yfirmenn bankans selja hlutabréfin og við söluna færast þau yfir á vörslureikning kaupandans. Við það myndast skuld á þessum sama vörslureikningi og það myndast krafa sem bankinn á á kaupandann.” Krafa hefði síðan verið bókuð í kerfi fjárstýringar sem var svo greidd til eigin viðskipta bankans. „Það eru því ekki einu sinni hreyfingar milli hæða. Það fór enginn peningur út úr bankanum en þetta kemur hvergi fram í ákæru. Þar er látið að því liggja að peningur hafi farið út úr bankanum.” Sagði hann lánveitingarnar til Holt og Desulo hafi vissulega verið óvenjulegar en þær voru löglegar. Það lægi fyrir í gögnum málsins að lánanefndir bankans hafi samþykkt lánveitingarnar og því hafi engin lög eða reglur verið brotin.Hreiðar, Sigurður og Ingólfur sama sinnis Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út í lánveitingarnar útskýrði Bjarka betur hvað hefði verið óvenjulegt við þær. Sagði hann að þar sem viðskiptin með hlutabréfin hefðu í raun þegar farið fram þá væri skuldbinding um lán í raun þegar til staðar. Um þetta er ágreiningur þar sem æðstu stjórnendur bankans, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason, telja að hægt hefði verið að vinda ofan af skuldbindingu bankans ef lánanefnd hefði ekki samþykkt að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Um þetta sagði Bjarki: „Það er ljóst að það hefur augljóslega stofnast skuldbinding áður. [...] Það er því ekki rétt [að það hefði verið hægt að vinda ofan af viðskiptunum] því það hefði myndast yfirdráttur á vörslureikning þess sem var búinn að kaupa bréfin.”Uppfært klukkan 13: Verjendur Ingólfs Helgasonar gera athugasemdir við það sem Björn Þorvaldsson hélt fram við skýrslutöku í dag, og haft er eftir honum í fréttinni, að Ingólfur hafi sagt að hægt yrði að vinda ofan skuldbindingum bankans vegna fjármögnunar til hlutabréfakaupa. Hið rétta er að Ingólfur hefur aldrei haldið því fram við réttarhöldin og fór saksóknari því með rangt mál í morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00 Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41 „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58 Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45 Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Sjá meira
Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32
Snörp orðaskipti Magnúsar og Björns í dómsal "Það getur ekki verið þannig að það sé ekki hægt að spyrja ákærða af því að hann er með útúrsnúninga,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í dómsal í dag. 5. maí 2015 21:00
Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins. 5. maí 2015 13:41
„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. 5. maí 2015 10:58
Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hélt innblásna ræðu við upphaf skýrslugjafar í héraðsdómi í gær. Sagðist aldrei hafa veitt lán úr Kaupþingi og ekki geta borið ábyrgð á misferli starfsmanna. 5. maí 2015 06:45
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent