Marvel-ofurhetjur á leið til Íslands? Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 19:59 Scarlett Johanson, Chris Evans og Jeremy Renner leika öll í myndinni. Vísir/Getty Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó. Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp