Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2015 09:48 Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Athygli vakti að Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru ekki mættir þegar málsmeðferðin hófst í morgun. Þremenningarnir eru á meðal þeirra níu sem sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hreiðar Már, Magnús og Sigurður eru ekki mættir. Fordæmi eru fyrir því að sakborningar sitji ekki alla aðalmeðferðina, sem reiknað er með að standi til 22. maí, og geta aðeins mætt til að gefa sjálfir skýrslu samkvæmt dagskrá. Hins vegar er mun algengara en ekki að sakborningar sitji alla aðalmeðferðina. Þremenningarnir hlutu dóma í Al-Thani málinu á dögunum og hafa Hreiðar Már og Sigurður þegar hafið afplánun á Kvíabryggju. Á þriðju klukkustund tekur að keyra úr höfuðborginni á Kvíabryggju vestur á Snæfellsnesi. Hins vegar er reiknað með því að aðalmeðferðin taki rúmar fjórar viku og ekki ákjósanlegt að keyra daglega á milli. Af þeim sökum munu Hreiðar Már og Sigurður dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferðin fer fram. Af þeim níu sem eru ákærðir í málinu eru mætt þau Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Reiknað er með því að dagurinn í dag fari í skýrslutöku yfir Pétri Kristni.Eftirfarandi eru ákærðir í málinu: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Athygli vakti að Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru ekki mættir þegar málsmeðferðin hófst í morgun. Þremenningarnir eru á meðal þeirra níu sem sæta ákæru sérstaks saksóknara fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hreiðar Már, Magnús og Sigurður eru ekki mættir. Fordæmi eru fyrir því að sakborningar sitji ekki alla aðalmeðferðina, sem reiknað er með að standi til 22. maí, og geta aðeins mætt til að gefa sjálfir skýrslu samkvæmt dagskrá. Hins vegar er mun algengara en ekki að sakborningar sitji alla aðalmeðferðina. Þremenningarnir hlutu dóma í Al-Thani málinu á dögunum og hafa Hreiðar Már og Sigurður þegar hafið afplánun á Kvíabryggju. Á þriðju klukkustund tekur að keyra úr höfuðborginni á Kvíabryggju vestur á Snæfellsnesi. Hins vegar er reiknað með því að aðalmeðferðin taki rúmar fjórar viku og ekki ákjósanlegt að keyra daglega á milli. Af þeim sökum munu Hreiðar Már og Sigurður dvelja í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferðin fer fram. Af þeim níu sem eru ákærðir í málinu eru mætt þau Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Reiknað er með því að dagurinn í dag fari í skýrslutöku yfir Pétri Kristni.Eftirfarandi eru ákærðir í málinu: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00