Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:02 Bekkurinn er þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira