Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:02 Bekkurinn er þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira