Stigahæst í liðakeppninni varð lið Lýsis/Oddhóls/Þjóðolfshaga sem átti snarpan lokasprett, m.a. annars landaði Lena Zielinski sigri í keppni í slaktaumatölti á glæsihryssunni Melkorku frá Hárlaugsstöðum.
Lið Auðsholtshjáleigu var valið skemmtilegasta liðið og brostu liðsmenn sínu breiðasta á lokamótinu, ekki síst Bjarni Bjarnason sem var fljótastur í flugskeiðinu á hinni hraðskreiðu Heru frá Þóroddsstöðum.
Hápunkta lokakvöldsins, sem fram fór 10. apríl, má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Slaktaumatölt úrslit
1. Lena Zielinski. Melkorka frá Hárlaugsstöðum. 8,25
2. Reynir Örn Pálmason. Greifi frá Holtsmúla. 8,12
3. Sigurður Sigurðarson. Freyþór frá Ásbrú. 7,71
Flugskeið úrslit
1. Bjarni Bjarnason. Hera frá Þóroddsstöðum. 5,97 sek
2. Davíð Jónsson. Irpa frá Borgarnesi. 6,00 sek
3. Jakob Svavar Sigurðsson. Von frá Sturlureykjum 2. 6,01 sek
Einstaklingskeppni úrslit
1 Árni Björn Pálsson | 60,5 |
2 Ísólfur Líndal Þórisson | 35 |
3 Sigurbjörn Bárðason | 34,5 |
Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi | 365,5 |
Top reiter/Sólning | 347,5 |
Auðsholtshjáleiga | 322 |
Árbakki/Kvistir | 306 |
Heimahagi | 289 |
Ganghestar/Margrétarhof | 280 |
Gangmyllan | 274 |
Hrímnir/Export hestar | 224 |