Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:34 „Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37