Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 22:00 Úr dómssal í dag. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira