Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 10:52 Björn Þorvaldsson saksóknari sitjandi lengst til hægri ásamt kollegum sínum hjá embætti Sérstaks saksóknara. Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, heldur áfram að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr hann nú út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, það er frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fjöldi símtala hefur verið spilaður það sem af er morgni auk þess sem saksóknari hefur farið yfir marga tölvupósta frá því í janúar 2008. Fékk ekki að lesa gamlar fréttir Af símtölunum og tölvupóstunum má meðal annars ráða að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi verið vel upplýstur um hvað Pétur Kristinn var að gera varðandi viðskipti bankans með eigin bréf auk þess sem hann gaf fyrirmæli um að „styðja nett við bankann” og að vera áfram „tiltölulega firm á kauphliðinni”. Aðspurður hvað Ingólfur átti við með þessu sagði Pétur að hann yrði að svara fyrir það en bætti svo við: „Ég túlkaði þetta bara sem svo að ég ætti að passa upp á seljanleika bréfanna.” Pétur hefur við skýrslutökuna harðlega gagnrýnt málatilbúnað sérstaks saksóknara og segir að ekki sé hægt að taka hann einan út og viðskipti hans með bréf í Kaupþingi; hann hafi verið að vinna á miklu stærri markaði og viðskiptin verði að setja í samhengi við það. Fór hann meðal annars fram á að fá að lesa upp fréttir frá því í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 sem sneru að hlutabréfamarkaðnum en dómari bannaði honum það.Slegið á létta strengi Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í aðalmeðferðinni og málsaðilar takist á er létt yfir mönnum. Þegar Pétur sagði saksóknara gera ákveðin viðskipti tortryggileg svaraði Björn: „Já, ég held líka að þetta séu brot.” Hló þá Pétur, sem og aðrir í réttarsal. Pétur sagðist svo hafa verið að grínast í símtali við Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, en þar ræddu þeir um öryggiskerfi sem hafði farið í gang vegna, að því er virtist, hlutabréfakaupa Péturs í Kaupþingi. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagðist þá engu nær hvort að eitthvað öryggiskerfi væri grín. „Maður gantast stundum í vinnunni. Ég er til dæmis viss um að þið hjá sérstökum saksóknara hafið gaman í vinnunni. Eins og í gær þegar þið voruð að taka myndina af ykkur saman, þá voruð þið að hafa gaman,” svaraði Pétur þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, heldur áfram að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr hann nú út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, það er frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fjöldi símtala hefur verið spilaður það sem af er morgni auk þess sem saksóknari hefur farið yfir marga tölvupósta frá því í janúar 2008. Fékk ekki að lesa gamlar fréttir Af símtölunum og tölvupóstunum má meðal annars ráða að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi verið vel upplýstur um hvað Pétur Kristinn var að gera varðandi viðskipti bankans með eigin bréf auk þess sem hann gaf fyrirmæli um að „styðja nett við bankann” og að vera áfram „tiltölulega firm á kauphliðinni”. Aðspurður hvað Ingólfur átti við með þessu sagði Pétur að hann yrði að svara fyrir það en bætti svo við: „Ég túlkaði þetta bara sem svo að ég ætti að passa upp á seljanleika bréfanna.” Pétur hefur við skýrslutökuna harðlega gagnrýnt málatilbúnað sérstaks saksóknara og segir að ekki sé hægt að taka hann einan út og viðskipti hans með bréf í Kaupþingi; hann hafi verið að vinna á miklu stærri markaði og viðskiptin verði að setja í samhengi við það. Fór hann meðal annars fram á að fá að lesa upp fréttir frá því í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 sem sneru að hlutabréfamarkaðnum en dómari bannaði honum það.Slegið á létta strengi Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í aðalmeðferðinni og málsaðilar takist á er létt yfir mönnum. Þegar Pétur sagði saksóknara gera ákveðin viðskipti tortryggileg svaraði Björn: „Já, ég held líka að þetta séu brot.” Hló þá Pétur, sem og aðrir í réttarsal. Pétur sagðist svo hafa verið að grínast í símtali við Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, en þar ræddu þeir um öryggiskerfi sem hafði farið í gang vegna, að því er virtist, hlutabréfakaupa Péturs í Kaupþingi. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagðist þá engu nær hvort að eitthvað öryggiskerfi væri grín. „Maður gantast stundum í vinnunni. Ég er til dæmis viss um að þið hjá sérstökum saksóknara hafið gaman í vinnunni. Eins og í gær þegar þið voruð að taka myndina af ykkur saman, þá voruð þið að hafa gaman,” svaraði Pétur þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37