Ítölsku liðin tvö sem eftir eru í Evrópudeild UEFA drógust ekki saman í undanúrslit keppninnar en dregið var í dag.
Sevilla frá Spáni, ríkjandi meistarar í keppninni, mæta Fiorentina og þá drógst hitt ítalska liðið, Napoli, gegn Dnipro frá Úkraínu.
Ítölsk lið hafa mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða en ekki eftir að keppnin var endurskírð árið 2009.
Undanúrslitaleikirnir fara fram 7. maí en úrslitaleikurinn á þjóðarleikvangi Pólverja í Varsjá þann 27. maí.
Ítalskur úrslitaleikur í Evrópudeildinni?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn