Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 12:41 Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Birnir Sær Björnsson, verðbréfamiðlari hjá bankanum, áttu í miklum samskiptu í upphafi árs 2008. vísir Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. Þetta sýna gögn sérstaks saksóknara í markaðsmisnotkunarmáli bankans en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og einn ákærðu, situr fyrir svörum saksóknara sem ber undir hann fjölda af gögnum, meðal annars og símtöl og tölvupósta frá ákærutímabilinu.„Landsinn er að hamra okkur niður í 717” Í símtali Birnis við yfirmann sinn, Einar Pálma Sigmundsson, um miðjan janúar 2008 segir hann að „Landsinn” sé „að hamra okkur niður í 717.” Einar Pálmi: „Já, þá verðum við bara að taka á móti því, er það ekki bara?” Birnir: „Jú, ég meina það er búið sko.” Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Birni hvað hann ætti við með því að Landsinn sé að hamra. „Mér finnst líklegt að Lansdbankinn hafi verið að selja hlutabréf í Kaupþingi.” „Lækkuðu þá bréfin í gengið 717?” „Já, eflaust.” Aðspurður hvað Einar hafi þá átt við með orðalaginu að taka á móti sagði Birnir það lýsa kaupvilja; að hann ætti að vera tilbúinn að kaupa á þessu verði. Setti inn fjögur kauptilboð í einu lokunaruppboði. Þremur vikum seinna sendir Birnir tölvupóst til Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og notar sama orðalag: „Það eru allir að hamra á okkur.” Saksóknari bað hann um að útskýra þessi samskipti: „Ég er að tala um Kaupþing og að það sé verið að selja inn á stokkinn af mismunandi aðilum. Ég er að gefa honum upplýsingar um það.” Orðalagið „að hamra” vísaði í sölu. Þennan sama dag átti Birnir svo 98% af öllum lokunaruppboðum í hlutabréf Kaupþings. Setti hann inn fjögur kauptilboð, hvert upp á 50.000 hluti, á genginu 7,23. Aðspurður hvort að það hafi verið samkvæmt fyrirmælum sagði hann það vera líklegt.Átti „að tutla bankadruslunni” yfir par Ingólfur og Birnir áttu í miklum samskiptum í upphafi árs 2008. Í símtali frá því í febrúar ræða þeir um „bankadrusluna.” Birnir: „Viltu loka á þessu pari eða [...]?” Ingólfur: „Ehhh, bankadruslunni?” Birnir: „Já.” Ingólfur: „Tutlum henni yfir par.” Saksóknari spurði hvað það þýddi að loka á pari. Sagði Birnir par þýða óbreytt verð frá því við lokun deginum áður. Þeir Ingólfur hafi verið að ræða hvort kaupa ætti bréf sem voru til sölu. Hann var svo spurður hvaða „bankadruslu” þeir hafi verið að tala um: „Mig rekur ekki minni til þess hvaða banki fékk viðurnefnið bankadruslan.” Allir kúnnar á Íslandi „bara dauðir?” Áður hafði saksóknari spilað símtal frá því fyrr í febrúar þar sem Birnir ræðir við annan starfsmann Kaupþings um stöðuna á mörkuðum. Í símtalinu spyr Birnir samstarfsmann sinn hvort að allir kúnnar á Íslandi séu “bara dauðir”. Starfsmaðurinn svarar því þá til að þeir sem séu ekki dauðir þori ekki inn. Skömmu síðar segir svo Birnir: „Ég meina, þú veist. Það er engin ástæða til að vera að kaupa þessa banka með hérna... þegar þeir geta ekki fund-að sig og útlönd eru í ruglinu sko. Þá heldur það bara áfram.” Björn saksóknari spurði í þessu samhengi út í það hvaða viðskiptalegu forsendur hafi legið að baki því að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. „Þarna er ég að tala um banka sem gátu ekki fund-að sig. Kaupþing var að gera kynngimagnaða hluti í fjármögnun.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. Þetta sýna gögn sérstaks saksóknara í markaðsmisnotkunarmáli bankans en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og einn ákærðu, situr fyrir svörum saksóknara sem ber undir hann fjölda af gögnum, meðal annars og símtöl og tölvupósta frá ákærutímabilinu.„Landsinn er að hamra okkur niður í 717” Í símtali Birnis við yfirmann sinn, Einar Pálma Sigmundsson, um miðjan janúar 2008 segir hann að „Landsinn” sé „að hamra okkur niður í 717.” Einar Pálmi: „Já, þá verðum við bara að taka á móti því, er það ekki bara?” Birnir: „Jú, ég meina það er búið sko.” Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Birni hvað hann ætti við með því að Landsinn sé að hamra. „Mér finnst líklegt að Lansdbankinn hafi verið að selja hlutabréf í Kaupþingi.” „Lækkuðu þá bréfin í gengið 717?” „Já, eflaust.” Aðspurður hvað Einar hafi þá átt við með orðalaginu að taka á móti sagði Birnir það lýsa kaupvilja; að hann ætti að vera tilbúinn að kaupa á þessu verði. Setti inn fjögur kauptilboð í einu lokunaruppboði. Þremur vikum seinna sendir Birnir tölvupóst til Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og notar sama orðalag: „Það eru allir að hamra á okkur.” Saksóknari bað hann um að útskýra þessi samskipti: „Ég er að tala um Kaupþing og að það sé verið að selja inn á stokkinn af mismunandi aðilum. Ég er að gefa honum upplýsingar um það.” Orðalagið „að hamra” vísaði í sölu. Þennan sama dag átti Birnir svo 98% af öllum lokunaruppboðum í hlutabréf Kaupþings. Setti hann inn fjögur kauptilboð, hvert upp á 50.000 hluti, á genginu 7,23. Aðspurður hvort að það hafi verið samkvæmt fyrirmælum sagði hann það vera líklegt.Átti „að tutla bankadruslunni” yfir par Ingólfur og Birnir áttu í miklum samskiptum í upphafi árs 2008. Í símtali frá því í febrúar ræða þeir um „bankadrusluna.” Birnir: „Viltu loka á þessu pari eða [...]?” Ingólfur: „Ehhh, bankadruslunni?” Birnir: „Já.” Ingólfur: „Tutlum henni yfir par.” Saksóknari spurði hvað það þýddi að loka á pari. Sagði Birnir par þýða óbreytt verð frá því við lokun deginum áður. Þeir Ingólfur hafi verið að ræða hvort kaupa ætti bréf sem voru til sölu. Hann var svo spurður hvaða „bankadruslu” þeir hafi verið að tala um: „Mig rekur ekki minni til þess hvaða banki fékk viðurnefnið bankadruslan.” Allir kúnnar á Íslandi „bara dauðir?” Áður hafði saksóknari spilað símtal frá því fyrr í febrúar þar sem Birnir ræðir við annan starfsmann Kaupþings um stöðuna á mörkuðum. Í símtalinu spyr Birnir samstarfsmann sinn hvort að allir kúnnar á Íslandi séu “bara dauðir”. Starfsmaðurinn svarar því þá til að þeir sem séu ekki dauðir þori ekki inn. Skömmu síðar segir svo Birnir: „Ég meina, þú veist. Það er engin ástæða til að vera að kaupa þessa banka með hérna... þegar þeir geta ekki fund-að sig og útlönd eru í ruglinu sko. Þá heldur það bara áfram.” Björn saksóknari spurði í þessu samhengi út í það hvaða viðskiptalegu forsendur hafi legið að baki því að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. „Þarna er ég að tala um banka sem gátu ekki fund-að sig. Kaupþing var að gera kynngimagnaða hluti í fjármögnun.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03