Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2015 16:38 Hreiðar Már Sigurðsson og Birnir Sær Björnsson. Vísir Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. Birnir er ákærður fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með það að augnamiði að halda verð bréfanna uppi. Á hann að hafa gert það að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans.„Erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu“ Eftir hádegi í dag spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Birni út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu. Spurði hann sérstaklega út í nokkra daga þar sem Birnir setti inn fjölda kauptilboða í hlutabréf bankans í lokunaruppboðum. Nefndi Björn til dæmis einn dag um miðjan júní 2008 þar sem Birnir setti inn 29 kauptilboð í lok dags, sem sum hljóðuðu upp á allt að 300.000 hluti. Aðspurður hvers vegna hann hafi keypt svona stíft kvaðst Birnir hafa fengið fyrirmæli um það. Saksóknari gekk þá á eftir honum og bað um skýringar á hvers vegna svona mikið hafi verið keypt í lok dags, ekki bara þennan eina dag, heldur einnig aðra daga sem hann hafði borið undir Birni. „Það getur verið að þetta hafi bara verið besti tíminn til að kaupa þetta magn bréfa,“ svaraði Birnir. Saksóknari spilaði svo símtal frá því í maí 2010 sem tekið var upp við rannsókn málsins en sími Birnis var þá hleraður. Í því segir hann: „Já, ég meina í lokunaruppboðinu var þetta oft mjög stórt sko og við erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu.“ Birnir sagðist ekki muna hvers vegna hann hafi verið að tala sérstaklega um lokunaruppboðið í símtalinu og bætti svo við: „Það var ekkert óeðlilegt að við fengum fyrirmæli um að kaupa við lokun.“Keypti margar milljónir hluta í bankanum rétt fyrir hrun Kaupþing féll þann 8. október 2008 og eftir því sem nær dregur þeim degi, þeim mun stórtækari verða viðskipti Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Sem dæmi má nefna að daginn sem Glitnir var þjóðnýttur, þann 29. september, keypti Birnir 4,5 milljónir hluta í bréfum bankans í íslensku Kauphöllinni. Til samanburðar hafði hann á föstudeginum áður keypt rúmlega 220.000 hluti. Næstu daga á eftir keypti hann í svipað stórum stíl og spurði saksóknari hvers vegna hann hafi keypt svona mikið. „Þetta var samkvæmt fyrirmælum frá annað hvor Einari eða Ingólfi,“ svaraði Birnir og það nokkrum sinnum þar sem saksóknari spurði út í hvern einasta dag. Þá spurði saksóknari hvort að Birnir kannaðist við að hafa sent Ingólfi, Hreiðari og Sigurði upplýsingapósta um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi dagana 1.-3. október. Játti Birnir því. Áður hafði komið fram við skýrslutökuna að hann sendi Hreiðari reglulega upplýsingar um stöðu mála vegna viðskipta með bréf í bankanum. Aðalmeðferð heldur áfram eftir helgi og hefst þá skýrslutaka yfir Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. Birnir er ákærður fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með það að augnamiði að halda verð bréfanna uppi. Á hann að hafa gert það að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans.„Erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu“ Eftir hádegi í dag spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Birni út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu. Spurði hann sérstaklega út í nokkra daga þar sem Birnir setti inn fjölda kauptilboða í hlutabréf bankans í lokunaruppboðum. Nefndi Björn til dæmis einn dag um miðjan júní 2008 þar sem Birnir setti inn 29 kauptilboð í lok dags, sem sum hljóðuðu upp á allt að 300.000 hluti. Aðspurður hvers vegna hann hafi keypt svona stíft kvaðst Birnir hafa fengið fyrirmæli um það. Saksóknari gekk þá á eftir honum og bað um skýringar á hvers vegna svona mikið hafi verið keypt í lok dags, ekki bara þennan eina dag, heldur einnig aðra daga sem hann hafði borið undir Birni. „Það getur verið að þetta hafi bara verið besti tíminn til að kaupa þetta magn bréfa,“ svaraði Birnir. Saksóknari spilaði svo símtal frá því í maí 2010 sem tekið var upp við rannsókn málsins en sími Birnis var þá hleraður. Í því segir hann: „Já, ég meina í lokunaruppboðinu var þetta oft mjög stórt sko og við erum kannski að tala um að dobbla stöðuna yfir daginn í lokunaruppboðinu.“ Birnir sagðist ekki muna hvers vegna hann hafi verið að tala sérstaklega um lokunaruppboðið í símtalinu og bætti svo við: „Það var ekkert óeðlilegt að við fengum fyrirmæli um að kaupa við lokun.“Keypti margar milljónir hluta í bankanum rétt fyrir hrun Kaupþing féll þann 8. október 2008 og eftir því sem nær dregur þeim degi, þeim mun stórtækari verða viðskipti Birnis með hlutabréf í Kaupþingi. Sem dæmi má nefna að daginn sem Glitnir var þjóðnýttur, þann 29. september, keypti Birnir 4,5 milljónir hluta í bréfum bankans í íslensku Kauphöllinni. Til samanburðar hafði hann á föstudeginum áður keypt rúmlega 220.000 hluti. Næstu daga á eftir keypti hann í svipað stórum stíl og spurði saksóknari hvers vegna hann hafi keypt svona mikið. „Þetta var samkvæmt fyrirmælum frá annað hvor Einari eða Ingólfi,“ svaraði Birnir og það nokkrum sinnum þar sem saksóknari spurði út í hvern einasta dag. Þá spurði saksóknari hvort að Birnir kannaðist við að hafa sent Ingólfi, Hreiðari og Sigurði upplýsingapósta um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi dagana 1.-3. október. Játti Birnir því. Áður hafði komið fram við skýrslutökuna að hann sendi Hreiðari reglulega upplýsingar um stöðu mála vegna viðskipta með bréf í bankanum. Aðalmeðferð heldur áfram eftir helgi og hefst þá skýrslutaka yfir Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Magnús mætti í fylgd fangavarða Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fram fer aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. 24. apríl 2015 11:03
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41