„Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir eins af fjórum íslenskum ungmennum sem voru á göngu í Nepal þegar skjálftinn reið yfir í morgun.
Hjörtur segir í samtali við Vísi að óvíst hafi verið um afdrif þeirra en að honum hafi verið mikið létt þegar samband náðist við þau. „Það er lélegt símasamband þarna.“
Hjörtur segir ungmennin vera á aldrinum tuttugu og 21. „Sonur minn og félagi hans eru á ferð um Asíu og komu til Nepal þann 9. apríl síðastliðinn þar sem þeir hittu tvær íslenskar vinkonur sínar. Þeir áttu svo bókað flug til Chengdu í Kína þann 29. apríl en nú er ekki ljóst hvernig fer með það.“
Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Ragnar Axelsson eru einnig stödd í Nepal þar sem þau gera tilraun til að klífa Everest-fjall, en á Facebook-síðu þeirra segir að þau séu einnig óhult.
Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur

Tengdar fréttir

Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult
Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki.

Tugir þúsunda á vergangi í Nepal
Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka.