SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2015 14:16 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals. Vísir/AFP SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar upp á 7,9 í morgun. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum segir að starfsfólk SOS í Nepal sé nú að undirbúa umfangsmikla neyðaraðstoð, meðal annars að taka við og liðsinna börnum sem misst hafa foreldra sína í skjálftanum eða orðið viðskila við sína nánustu. „Unnið verður að því í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök að sameina fjölskyldur og finna hentugustu úrræðin fyrir þau börn sem orðið hafa munaðarlaus. Þá verða opnuð barnvæn svæði þar sem börn geta komið og leikið sér, fengið áfallahjálp, stundað nám og fleira fjarri þeim áhyggjum, sorg og ringulreið sem geta einkennt daglegt líf í kjölfar hamfara. Leita samtökin nú til almennings eftir stuðningi við neyðaraðstoðina. Hægt er að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni: Nepal. Þá er hægt að hringja í síma 907 1001 (1.000 krónur); og í síma 907 1002 (2.000 krónur). Níu SOS Barnaþorp eru í Nepal og hafa samtökin sinnt þar barnahjálparstarfi í yfir 40 ár. Þá reka SOS einn leikskóla í landinu, sjö grunnskóla, þrjá verknámsskóla og eina heilsugæslustöð. Auk þess hjálpa samtökin víðs vegar um landið þúsundum fátækra barnafjölskyldna til fjárhagslegs sjálfstæðis með Fjölskyldueflingu SOS. Sú aðstoð mun að líkindum aukast nú í kjölfar skjálftans. Samkvæmt fréttum af vettvangi eru öll börn í barnaþorpum óhult og það sama á við um allt starfsfólk samtakanna í Nepal. Um 160 Íslendingar eiga styrktarbörn í barnaþorpum í Nepal og fylgjast með uppvexti þeirra. Námu framlög þeirra til framfærslu barnanna 7,4 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar upp á 7,9 í morgun. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum segir að starfsfólk SOS í Nepal sé nú að undirbúa umfangsmikla neyðaraðstoð, meðal annars að taka við og liðsinna börnum sem misst hafa foreldra sína í skjálftanum eða orðið viðskila við sína nánustu. „Unnið verður að því í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök að sameina fjölskyldur og finna hentugustu úrræðin fyrir þau börn sem orðið hafa munaðarlaus. Þá verða opnuð barnvæn svæði þar sem börn geta komið og leikið sér, fengið áfallahjálp, stundað nám og fleira fjarri þeim áhyggjum, sorg og ringulreið sem geta einkennt daglegt líf í kjölfar hamfara. Leita samtökin nú til almennings eftir stuðningi við neyðaraðstoðina. Hægt er að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni: Nepal. Þá er hægt að hringja í síma 907 1001 (1.000 krónur); og í síma 907 1002 (2.000 krónur). Níu SOS Barnaþorp eru í Nepal og hafa samtökin sinnt þar barnahjálparstarfi í yfir 40 ár. Þá reka SOS einn leikskóla í landinu, sjö grunnskóla, þrjá verknámsskóla og eina heilsugæslustöð. Auk þess hjálpa samtökin víðs vegar um landið þúsundum fátækra barnafjölskyldna til fjárhagslegs sjálfstæðis með Fjölskyldueflingu SOS. Sú aðstoð mun að líkindum aukast nú í kjölfar skjálftans. Samkvæmt fréttum af vettvangi eru öll börn í barnaþorpum óhult og það sama á við um allt starfsfólk samtakanna í Nepal. Um 160 Íslendingar eiga styrktarbörn í barnaþorpum í Nepal og fylgjast með uppvexti þeirra. Námu framlög þeirra til framfærslu barnanna 7,4 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira