Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson. „Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar.“ Þetta segir athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun Hæstaréttar að vísa Aurum-málinu svokallaða aftur í hérað. Jón Ásgeir er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Segir hann að um hafi verið að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reyni að klæða í glæpabúning. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Fór svo að dómurinn var ómerktur og vísað aftur í hérð þar sem Hæstiréttur taldi óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, í kjölfar sýknudómsins í héraði gæfu tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Sverrir var annar tveggja dómara sem sýknuðu Jón Ásgeir og félaga í dómnum en einn vildi sakfella.„Eigum við ekki að njóta vafans?“ Í grein sinni segir Jón Ásgeir að sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins standist ekki. „Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.“Rótað í nærbuxnaskúffu Jón Ásgeir segir í greininni að gerðar hafi verið ótal húsleitir heima hjá sér og í fyrirtækjum sem honum tengjast. „Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni.“ Hann segir niðurstöðu miðvikudagsins þó vera staðreynd. „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. 23. apríl 2015 00:01 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar.“ Þetta segir athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann fjallar um ákvörðun Hæstaréttar að vísa Aurum-málinu svokallaða aftur í hérað. Jón Ásgeir er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Segir hann að um hafi verið að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reyni að klæða í glæpabúning. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Fór svo að dómurinn var ómerktur og vísað aftur í hérð þar sem Hæstiréttur taldi óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, í kjölfar sýknudómsins í héraði gæfu tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Sverrir var annar tveggja dómara sem sýknuðu Jón Ásgeir og félaga í dómnum en einn vildi sakfella.„Eigum við ekki að njóta vafans?“ Í grein sinni segir Jón Ásgeir að sú skýring að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af bræðratengslum Ólafs og Sverris Ólafssona fyrir meðferð málsins standist ekki. „Hver trúir því að 100 manna herlið sérstaks saksóknara kunni ekki á Google þar sem tengslin liggja fyrir? Hvaða hugsanlega ástæðu hafði héraðsdómarinn til þess að ljúga til um samskipti sín við sérstakan saksóknara? Skiptir ekki máli að bréf liggur frammi í málinu frá meðdómaranum sem styður frásögn héraðsdómarans? Af hverju er svona rugl í kerfinu tekið út á okkur sem vorum sýknaðir? Ekki er við okkur að sakast um það sem gerðist. Eigum við ekki að njóta vafans? Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir óheiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.“Rótað í nærbuxnaskúffu Jón Ásgeir segir í greininni að gerðar hafi verið ótal húsleitir heima hjá sér og í fyrirtækjum sem honum tengjast. „Rótað hefur verið í nærbuxnaskúffu minni, síminn minn hleraður og mikilvægum gögnum haldið undan í dómsmálum. Og ekki hefur eiginkona mín verið látin í friði. Hennar símar hafa verið hleraðir og húsleitir gerðar í hennar fyrirtækjum án þess að hún hafi nokkurn tíma á ævinni fengið stöðu sakbornings. Sök hennar virðist sú ein að hafa gifst röngum manni.“ Hann segir niðurstöðu miðvikudagsins þó vera staðreynd. „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæruvaldið í landinu fær frjálsar hendur til að færa fram sakargiftir sínar á hendur mér. Ákæruvaldið hefur eytt milljörðum króna af fé íslenskra skattborgara síðustu 13 ár til þess eins að finna einhvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr umferð. Ég er viss um að eftir 20 ár munum við fyrirlíta svona vinnubrögð. En af hverju gerist þetta aftur og aftur? Fyrir mér er svarið einfalt – kerfið sér jú um sína – og ver sig með kjafti og klóm. Verst þykir mér samt að sjá að Hæstiréttur skuli spila með.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. 23. apríl 2015 00:01 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Að ljúga með blessun Hæstaréttar Ég hef mátt verja hendur mínar sem sakborningur síðustu 13 ár. Eitt tekur við af öðru. Tilgangurinn virðist vera sá að koma mér í fangelsi hvað sem það kostar. 27. apríl 2015 07:00
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. 23. apríl 2015 00:01
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10