Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Bjarki Ármannsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara. Vísir Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“ Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Í nýjasta þætti Bresta lagðist Lóa Pind Aldísardóttir í leiðangur til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ – menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði.Þrífst í skjóli stjórnvalda Kennitöluflakk athafnamanna er brotastarfsemi sem þrífst í skjóli stjórnvalda, segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vel þekkt sé að athafnamenn fái leppa til að fylgja félögum í þrot, svo þeirra eigin nöfn haldist óflekkuð. Halldór áætlar að árin 2011 og 2012 hafi samfélagið tapað samanlagt um hundrað milljörðum króna á kennitöluflakki. Hann hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. ASÍ lagði fram sextán tillögur til úrbóta árið 2013 en Halldór segir stjórnvöld ekki hafa gert neitt í málinu síðan. „Annað en jú, ráðherrann er búinn að auðvelda fólki að stofna einkahlutafélög af því nú er hægt að gera það á netinu," segir hann. „Þess vegna segjum við að þessi brotastarfsemi, hún er í skjóli stjórnvalda.“ Þess má geta að ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála sínum ætla að vinna gegn slíkri starfsemi. „Það er ekki glæpur að verða gjaldþrota, ef fólk fær góða hugmynd en síðan gengur það ekki upp af einhverjum ástæðum,“ segir Halldór í þætti kvöldsins. „Það er hinsvegar glæpur þegar þú ert kerfisbundið að nýta þér þessa takmörkuðu ábyrgð til að hafa fé af fólki, fyrirtækjum og samfélaginu.“Fékk félagið með „vafasömum leiðum“Í þættinum var einnig rætt við Árna Elvar, mann sem kannast við það að gerast „útfararstjóri“ einkahlutafélaga. „Ég hef alveg gefið út reikninga út á félag sem var ónýtt,“ segir Árni Elvar. „Ég átti einkahlutafélag með engan rekstur og ekkert í gangi. Svo eru menn að vinna sem verktakar og þá gef ég út reikningana fyrir það. Ég held virðisaukanum og þeir fá launin sín.“ Árni segir að hann hafi ekki stofnað umrætt einkahlutafélag sjálfur, heldur fengið það frá öðrum eftir „vafasömum leiðum.“ Hann er á bótum frá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur og segist aðspurður ekki hafa samviskubit yfir því að halda eftir peningi ætluðum hinu opinbera. „Af hverju ætti ég að fá samviskubit?“ spyr hann. „Ég fæ 118 þúsund á mánuði, hvernig á ég að lifa á því?“ Árni Elvar segist þekkja til margra sem stunda kennitölusvik með þessum hætti. Enda séu eftirmálar engir. „Það er ekkert vesen, auðvitað heldur fólk þessu áfram,“ segir hann. „Glæpir borga sig.“
Tengdar fréttir Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski Kennitöluflakk og raðgjaldþrot verður tekið fyrir í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. 25. apríl 2015 16:46