Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2015 10:11 Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast. „Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent