„Ég bíð bara við símann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:30 Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira