Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:23 Ingólfur Helgason í héraðsdómi. Vísir/GVA „Nú erum við búin að sitja hér í nokkra daga og það hefur verið dregin upp mynd af viðskiptum eins og ákæruvaldið hefur sett fram í sinni ákæru. Þá hefur verið dregin upp einhliða mynd af minni aðkomu og persónu og ég kannast ekki við sjálfan mig þar. Það er eins og ég hafi ginið yfir öllu sem var gert og verið einhvers konar einvaldur í þessum banka en það var alls ekki þannig.” Þetta sagði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af þeim sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í umfangsmiklu máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Ingólfur flutti stutt ávarp áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út úr. Fór hann þar yfir menntun sína, starfsferil hjá Kaupþingi og svo samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu.Sameiginleg ákvarðanataka Þeir hafa allir lýst því fyrir dómi að fyrirmæli um kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi komið frá Ingólfi. Í morgun sagðist Ingólfur ítrekað hafa beint því til þeirra að fara að lögum og reglum og sagði að Kaupþing hafi hegðað sér eins og markaðsaðstæður voru hverju sinni. „Fyrirmæli verða síðan til með mjög margvíslegum hætti. Margt af því sem kallað hafa verið fyrirmæli hér voru ákvarðanir. Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,” sagði Ingólfur. Hann ræddi síðan stuttlega um fall Kaupþings haustið 2008. „Bresk stjórnvöld tóku yfir Kaupþing Singer og það varð til þess að móðurbankinn féll. Skilmálar lána bankans voru einfaldlega þannig að þau gjaldféllu. [...] Ég trúði því alltaf að Kaupþing myndi komast í gegnum þann ólgusjó sem var hér haustið 2008. Seðlabankinn trúði því líka eins og lánið [500 milljóna evra neyðarlán SÍ til Kaupþings 6. október 2008] sýndi.” Lýsti yfir sakleysi Ingólfur bætti því svo við að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið hafi keppst við að sýna fram á að viðskipti Kaupþings með hlutabréf í sjálfu sér seinustu dagana fyrir hrun hafi verið óeðlileg. „Kauphöllin hefði í raun átt að skoða hvort það hafi ekki verið tilefni til að loka markaðnum á þessum tíma. Þetta voru mjög óvenjulegar markaðsaðstæður og það hefði einfaldlega verið óábyrgt af okkur ef við hefðum farið að haga okkur eitthvað öðruvísi á markaði en áður.” Undir lokin lýsti Ingólfur svo yfir sakleysi sínu áður en saksóknari tók til við að spyrja hann út í ákæruatriðin. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
„Nú erum við búin að sitja hér í nokkra daga og það hefur verið dregin upp mynd af viðskiptum eins og ákæruvaldið hefur sett fram í sinni ákæru. Þá hefur verið dregin upp einhliða mynd af minni aðkomu og persónu og ég kannast ekki við sjálfan mig þar. Það er eins og ég hafi ginið yfir öllu sem var gert og verið einhvers konar einvaldur í þessum banka en það var alls ekki þannig.” Þetta sagði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af þeim sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í umfangsmiklu máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Ingólfur flutti stutt ávarp áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út úr. Fór hann þar yfir menntun sína, starfsferil hjá Kaupþingi og svo samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu.Sameiginleg ákvarðanataka Þeir hafa allir lýst því fyrir dómi að fyrirmæli um kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi komið frá Ingólfi. Í morgun sagðist Ingólfur ítrekað hafa beint því til þeirra að fara að lögum og reglum og sagði að Kaupþing hafi hegðað sér eins og markaðsaðstæður voru hverju sinni. „Fyrirmæli verða síðan til með mjög margvíslegum hætti. Margt af því sem kallað hafa verið fyrirmæli hér voru ákvarðanir. Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,” sagði Ingólfur. Hann ræddi síðan stuttlega um fall Kaupþings haustið 2008. „Bresk stjórnvöld tóku yfir Kaupþing Singer og það varð til þess að móðurbankinn féll. Skilmálar lána bankans voru einfaldlega þannig að þau gjaldféllu. [...] Ég trúði því alltaf að Kaupþing myndi komast í gegnum þann ólgusjó sem var hér haustið 2008. Seðlabankinn trúði því líka eins og lánið [500 milljóna evra neyðarlán SÍ til Kaupþings 6. október 2008] sýndi.” Lýsti yfir sakleysi Ingólfur bætti því svo við að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið hafi keppst við að sýna fram á að viðskipti Kaupþings með hlutabréf í sjálfu sér seinustu dagana fyrir hrun hafi verið óeðlileg. „Kauphöllin hefði í raun átt að skoða hvort það hafi ekki verið tilefni til að loka markaðnum á þessum tíma. Þetta voru mjög óvenjulegar markaðsaðstæður og það hefði einfaldlega verið óábyrgt af okkur ef við hefðum farið að haga okkur eitthvað öðruvísi á markaði en áður.” Undir lokin lýsti Ingólfur svo yfir sakleysi sínu áður en saksóknari tók til við að spyrja hann út í ákæruatriðin.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11