Kvennaknattspyrna gæti orðið augnayndi fyrir sterkara kynið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2015 10:44 Edda Garðarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Ólína Viðarsdóttir eru á meðal bestu knattspyrnukvenna sem Ísland hefur alið. Vísir/E.Ól. Steinunn Sigurjónsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, vakti athygli á 35 ára gamalli frétt í Þjóðviljanum á dögunum. Fréttaefnið árið 1970 er hið nýja fyrirbæri kvennaknattspyrna sem forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands töldu ekki óhugsandi að tekin yrði upp hér á landi. „Sem kunnugt er, þá er það mjög til siðs víða erlendis að kvenfólk æfi og keppi í knattspyrnu og svo langt er þetta komið sumstaðar, svo sem á Ítalíu, að þar er komin á atvinnumennska í kvennaknattspyrnu,“ segir í frétt Þjóðviljans. 20. júlí 1970 fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi. Þá mættust lið frá Keflavík og Reykjavík fyrir landsleik Íslands og Noregs í karlaknattspyrnu. Hálfleikurinn var tíu mínútur. Sama ár fór fram fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Ítalíu.Málfríður Erna Sigurðardótitr, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Pála Marie Einarsdóttir fagna í Valstreyjunni. „Augnayndi gæti það nú orðið íslenskum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi," segir í frétt Morgunblaðsins sem eðli málsins samkvæmt þykir nokkuð spaugileg í dag.Fyrsta kvennaknattspyrnumótið fór fram í apríl 1971 en þá hafði kvennaknattspyrna nýverið verið viðurkennd sem keppnisgrein innan vébanda KSÍ. Íslenska kvennalandsliðið spilaði svo sinn fyrsta landsleik í september árið 1981. Þá lá liðið 3-2 gegn Skotum. Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu fyrir Ísland. Byrjunarlið Íslands í leiknum má sjá hér. Hér að neðan má svo sjá Twitter-færslu Steinunnar sem hefur vakið mikla athygli.Upphaf kvk.knattspyrnu á Íslandi. Mogginn 1970 -Augnayndi yndi fyrir sterkara kynið... #fotboltinet #6dagsleikinn pic.twitter.com/C3YUkuBGL6— Steinunn Sigurjóns (@sigurjnsd) April 16, 2015 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Steinunn Sigurjónsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, vakti athygli á 35 ára gamalli frétt í Þjóðviljanum á dögunum. Fréttaefnið árið 1970 er hið nýja fyrirbæri kvennaknattspyrna sem forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands töldu ekki óhugsandi að tekin yrði upp hér á landi. „Sem kunnugt er, þá er það mjög til siðs víða erlendis að kvenfólk æfi og keppi í knattspyrnu og svo langt er þetta komið sumstaðar, svo sem á Ítalíu, að þar er komin á atvinnumennska í kvennaknattspyrnu,“ segir í frétt Þjóðviljans. 20. júlí 1970 fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikur kvenna á Íslandi. Þá mættust lið frá Keflavík og Reykjavík fyrir landsleik Íslands og Noregs í karlaknattspyrnu. Hálfleikurinn var tíu mínútur. Sama ár fór fram fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Ítalíu.Málfríður Erna Sigurðardótitr, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Logadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Pála Marie Einarsdóttir fagna í Valstreyjunni. „Augnayndi gæti það nú orðið íslenskum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi," segir í frétt Morgunblaðsins sem eðli málsins samkvæmt þykir nokkuð spaugileg í dag.Fyrsta kvennaknattspyrnumótið fór fram í apríl 1971 en þá hafði kvennaknattspyrna nýverið verið viðurkennd sem keppnisgrein innan vébanda KSÍ. Íslenska kvennalandsliðið spilaði svo sinn fyrsta landsleik í september árið 1981. Þá lá liðið 3-2 gegn Skotum. Bryndís Einarsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu fyrir Ísland. Byrjunarlið Íslands í leiknum má sjá hér. Hér að neðan má svo sjá Twitter-færslu Steinunnar sem hefur vakið mikla athygli.Upphaf kvk.knattspyrnu á Íslandi. Mogginn 1970 -Augnayndi yndi fyrir sterkara kynið... #fotboltinet #6dagsleikinn pic.twitter.com/C3YUkuBGL6— Steinunn Sigurjóns (@sigurjnsd) April 16, 2015
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira