Enski boltinn

Prúðbúnir Hattarmenn framlengdu við Carberry

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tobin Carberry með vel klæddum forráðamönnum Hattar eftir undirskriftina.
Tobin Carberry með vel klæddum forráðamönnum Hattar eftir undirskriftina. mynd/höttur
Bandaríkjamaðurinn Tobin Carberrry sem lék með Hetti í 1. deildinni í körfubolta í vetur verður áfram með félaginu í Dominos-deildinni á næsta tímabili.

Hattarmenn hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi eins árs samning við Carberry sem skoraði 31,2 stig, tók ellefu fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Carberry skrifaði undir nýjan eins árs samning við Hött áður en hann hélt af landi brott í sumarfrí, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.

Höttur vann 1. deildina með 32 stig í 21 leik og var fjórum stigum á undan Hamri sem endaði með 28 stig í öðru sæti.

Egilsstaðaliðið hefur ekki spilað í úrvalsdeildinni síðan 2006, en það dvaldi þá eina leiktíð á meðal þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×