Pavel: Ég var þungur og kærastan fékk að líða fyrir það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2015 17:03 Vísir/Þórdís Inga Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Pavel Ermolinskij spilaði í gær sinn fyrsta leik með KR í nokkurn tíma er liðið hafði betur gegn Njarðvík og tók 2-1 forystu í undanúrsliturimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Pavel meiddist upphaflega aftan í læri í bikarúrslitaleiknum í febrúar og spilaði ekkert meira með KR það sem eftir lifði deildarkeppninni. Hann kom svo aftur inn í lið KR þegar úrslitakeppnin hófst en meiðslin tóku sig aftur upp í öðrum leik rimmu KR gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. Pavel sagði við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum X-inu í dag að hann hafi viljað spila með KR gegn Njarðvík í gær enda gríðarlega mikilvægur leikur. „Ég var búinn að vera þungur og ég vildi fá að spila. Kærastan fékk að líða fyrir það,“ sagði hann í léttum dúr. „Það var bara kominn tími á að ég myndi spila aftur. Þetta snerist um að komast yfir ákveðinn andlegan þröskuld og þetta var frekar í hausnum á mér en nokkuð annað.“ „Maður þarf auðvitað að passa sig og hlífa löppinni og vöðvanum. En þetta er samt ákveðinn þröskuldur sem maður þarf að stíga yfir.“ Hann viðurkenndi að það hafi verið óþarfi að spila gegn Grindavík á sínum tíma. „Jú, jú, svona eftir á að hyggja.“ „Við höfðum vonast eftir auðveldari andstæðingi en Grindavík og það settu smá pressu á mig að spila. Ég var líka sjálfur orðinn leiður á að vera á hliðarlínunni og leið betur í lærinu.“ „En ég fór allt of snemma af stað. Ég fékk aftur tak í vöðvann og tók skref aftur á bak. Þetta var bara heimska, gredda og allt það á sama tíma.“ Eins og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, benti á í viðtali við Vísi eftir sigurinn á Njarðvík í gær var ekki hægt að bíða mikið lengur eftir Pavel. „Það er ekki hægt að spara hann mikið lengur. Við ætlum okkur að vinna leiki og eins og staðan er núna þurfum við einn sigur til viðbótar í þessari seríu. Það er svo vonandi ein rimma eftir og þá þýðir ekki að hafa hann ískaldan,“ sagði Finnur Freyr. Pavel tók undir þetta. „Það er ekkert svigrúm - engar mínútur til að koma mér í gang. Þessir leikir skipta það miklu máli. Hver einasta mínúta skiptir máli og það er enginn tími til að leyfa Pavel að finna sig aftur. Það er ekki hægt.“ „En að sama skapi þarf ég tíma til að koma mér aftur á stað. Þetta er ákveðið jafnvægi sem þarf að finna.“ Næsti leikur rimmunnar er í Njarðvík á miðvikudagskvöld og vonast Pavel til að ná leiknum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30 Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi. 13. apríl 2015 11:30
Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Pavel Ermolinskij býst við að missa af fyrstu leikjunum í einvígi KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfubolta. 5. apríl 2015 19:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 83-75 | KR með pálmann í höndunum KR vann gríðarlega mikilvægan sigur í þriðja leik rimmunnar gegn Njarðvík og er einum sigri frá lokaúrslitunum. 12. apríl 2015 00:01